Hlín gefur leikföng í sundlaugina

Þórunn formaður og Björn Andri forstöðumaður
Þórunn formaður og Björn Andri forstöðumaður

Í dag afhenti formaður Kvenfélagsins Hlínar, forstöðumanni sundlaugarinnar á Grenivík, veglegan pakka af sundlaugarleikföngum. Með þessu vonar kvenfélagið að yngri gestir laugarinnar hafi nóg við að vera þegar þeir skella sér í sund.

Kvenfélaginu eru færðar kærar þakkir fyrir gjöfina sem mun án efa gleðja yngstu gestina.