Hermann Gunnar ráðinn

Hermann Gunnar Jónsson
Hermann Gunnar Jónsson

Á dögunum var auglýst eftir nýjum umsjónarmanni fasteigna og íþróttamiðstöðvar Grýtubakkahrepps.  Áhugi reyndist þó nokkur og 5 umsóknir bárust.  Erum við afar þakklát umsækjendum fyrir þeirra áhuga og það er afskaplega ánægjulegt að úr mjög álitlegum hópi hæfra umsækjenda var að velja í starfið.

Gengið hefur verið frá ráðningu og varð Hermann Gunnar Jónsson fyrir valinu.  Mun hann hefja störf um næstu mánaðarmót eða þar um bil.

Hermann, sem er smiður að mennt, er mörgum að góðu kunnur fyrir fjallgöngur og leiðsögn, m.a. liggur eftir hann bókin „Fjöllin í Grýtubakkahreppi“.  Hermann er kvæntur Elínu Jakobsdóttur tónlistarkennara og eiga þau soninn Jón Þorra.

Við bjóðum Hermann velkominn til starfa og höfum góðar væntingar til samstarfsins.