Hermann Gunnar með bókarkynningu í kvöld

Komin er út önnur gönguleiðabók Hermanns Gunnars Jónssonar um göngur hans á fjöll Gjögraskaga.  Að þessu sinni um austurhluta skagans, og heitir bókin Kinnar- og Víknafjöll - með mínum augum.

Bókin er mikið myndskreitt og persónuleg eins og Hermanni er lagið og verður örugglega tekið fagnandi eins og fyrri bókinni.

Hermann Gunnar verður með útgáfuhóf á neðri hæð Grenivíkurskóla í kvöld, 31. maí, kl. 20:00 og eru allir velkomnir.

Við óskum Hermanni til hamingju með bókina.

Sýnishorn úr bóknnni má skoða hér.