Heimsóknartakmarkanir á Grenilundi í nóvember 2020

Nú ætlum við að fara að opna á heimsóknir á Grenilund aftur. Við förum rólega af stað en erum tilbúin að liðka meira til um leið og færi gefst. Aðstandendur eru beðnir að koma sér saman um það hver fer í heimsókn á Grenilund. Þið komið bara á Grenilund hringið dyrabjöllunni og starfsfólkið leiðbeinir ykkur.

 Heimsóknarreglur eru eftirfarandi:

  1. Aðeins 1 aðstandandi má heimsækja hvern íbúa 1 x í viku. Við óskum eftir því að sá hinn sami sé nánast í sjálfskipaðri sótthví og passi sig sérstaklega.
  2. Aðstandendur þurfa að spritta hendur um leið og þeir koma inn, í upphafi heimsóknar. Aðstandendur þurfa að vera með grímu.
  3. Aðstandendur eru beðnir um að fara beint inn á herbergi til íbúa og stoppa ekki að óþörfu á leiðinni þangað.
  4. Vinsamlegast virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við íbúa eins og hægt er.
  5. Að heimsókn lokinni eru aðstandendur beðnir um að fara beint út án þess að stoppa og spjalla á leiðinni. Vinsamlegast sprittið hendur við brottför.

 Alls ekki koma í heimsókn ef:

  • Þú ert í einangrun eða sóttkví.
  • Þú ert að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
  • Þú hefur verið erlendis og ekki eru liðnir 14 dagar frá komu til landsins.
  • Þú ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.). 
  • Mælst er til að íbúar Grenilundar fari ekki í heimsóknir á meðan þessi bylgja gengur yfir.

 Þessar reglur taka gildi 19. nóvember 2020.

Sóttvarnarráðstafanir eru í sífelldri endurskoðun og leiðbeiningar geta breyst með stuttum fyrirvara.
Við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með upplýsingum frá okkur í tölvupósti, á Facebook síðum og tilkynningum.
Ef smit vegna Covid19 aukast enn frekar munu reglur verða hertar.  En við munum líka létta þessar reglum um leið og hægt er.

Við þökkum fyrir góðan skilning og ítrekum að þessar reglur eru settar til að vernda íbúa Grenilundar. Ekki hika við að hringja og fá upplýsingar um ykkar ættingja. Við viljum líka minna á að við eigum Ipad sem við getum aðstoðað íbúa með að tala við ættingja við hvetjum ættingja til þess að nýta sér það. Hafið bara samband og við leiðbeinum með það.

Bestu kveðjur fyrir hönd heimilis- og starfsfólk Grenilundar
Fjóla