- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, heimsótti Grenivík miðvikudaginn 18. maí s.l. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri tók á móti ráðherra við Útgerðarminjasafnið, ásamt sveitarstjórnarmönnum og stjórnarmönnum í safninu. Ráðherra heimsótti síðan íþróttamiðstöðina og Grenivíkurskóla, þar sem meðal annars var litið við í geymslu og gamlar bækur, tölvur og námsgögn voru skoðuð. Tilgangur heimsóknarinnar var m.a. að kynna fyrir ráðherra hugmyndir að skólaminjasafni í Gamla Skólanum og var þvínæst haldið að honum og húsið skoðað. Í salnum á efri hæð léku nemendur Grenivíkurskóla og Tónlistarskóla Eyjafjarðar, þau Símon Birgir Stefánsson og Birna Eyfjörð Þorsteinsdóttir, fyrir ráðherra á píanó við afar góðar undirtektir og var ráðherra áhugasamur um framtíðaráform unga fólksins. Að lokum var haldið í leikskólann Krummafót og heilsað upp á yngstu íbúa Grýtubakkahrepps.
Heimsóknin var hin ánægjulegasta og má sjá nokkrar myndir frá henni hér.