Halló! Allir fullorðnir!

Halló!    Allir fullorðnir!

Íþróttanefnd fullorðinna félagsmanna (ÍFF) innan HSÞ hvetur eldri félaga og aðra fullorðna á öllum aldri, sem búa á héraðssvæði HSÞ, til að stunda reglulega hreyfingu. 

Þekkt staðreynd er að regluleg hreyfing og iðkun íþrótta hefur mjög góð áhrif á líkamlega og andlega heilsu fólks.  ÍFF hefur tekið saman lista yfir þá hreyfimöguleika sem eru í boði í þinni heimabyggð og hægt að finna sér hreyfingu við hæfi og áhuga.

Fyrir áhugasama um þátttöku á Landsmóti UMFÍ 50+ þá verður það haldið snemma sumars í Hveragerði 2017.  Meira um það síðar.

Hreyfing er gulls ígildi  -  aldrei of seint að byrja! 

GRENIVÍK:

Líkamsrækt í íþróttahúsinu:  Ræktin er opin alla virka daga frá kl. 06:00-18:00.  Hægt er að kaupa lykilkort til að komast í ræktina á öðrum tímum 

Sundlaugin er opin – líka í vetur!:    

Sund er góð alhliða hreyfing fyrir alla!

Mánud. – fim.d.  kl. 15:00 – 18:00..... og laug.d. kl. 10:00 – 13:00. 

Lokað á fös.d. og sun.d.

ATH – Fyrir eldri borgara, 67 ára og eldri, er ókeypis bæði í ræktina og í sund.

Ellan

 „Ellan“ er hópur eldri borgara á Grenivík og nágrenni sem hittast 2x í viku í Grenilundi og eru oftast með góðar og léttar líkamsæfingar. 

Formaður hópsins er Margrét Jóhannsdóttir í s: 463-3124