Grenivíkurgleði um helgina

Grenivíkurgleði verður haldin nú um helgina, 17. til 19. ágúst.  Ýmislegt í boði, en dagskrá er að finna hér við hliðina, smellið á myndina.

Íbúar og gestir eru hvattir til að taka virkan þátt í gleðinni, m.a. með því að skreyta þorpið með appelsínugulum skreytingum.  Það er litur gleði, sköpunar og bjartsýni, tilfinninga og friðar.  Gleðjumst saman, höfum þó hóf á og látum allt fara vel fram sem fyrr.

Góða skemmtun!