Grenivíkurgleði, dagskráin

Þar skín gleðin af hverju andliti!
Þar skín gleðin af hverju andliti!

Góða skemmtun á Grenivíkurgleði, sýnum hófsemi og göngum fallega um.

Grenivíkurgleði 2019 – dagskrá:

Föstudagur 16.ágúst

22:00 – 01:00 Benni Sig og Maggi veðurguð á Kontornum.

Laugardagur 17.ágúst

10:30 – Töfranámskeið með Einari töframanni á Kontornum. Námskeiðið kostar 2000 kr.

10:30 Harmonikkuball með Benna Sig við Útgerðarminjasafnið.

11:00 – 12:00 Höfðaganga: Gestabók verður við vörðuna og Kontorinn með hressingu á toppnum fyrir alla.

12:00 Barnaskemmtun: Hoppukastalar við Grýtu og Pólarhestar ætla að leyfa krökkunum að fara á hestbak. Benni Sig og gestir halda uppi stemmningu.

14:00 Einar töframaður heldur töfrasýningu.

16:00 Heimaleikur Magna. Magni tekur á móti Aftureldingu á Grenivíkurvelli. Allir á völlinn að styðja okkar menn!

18:30 Grillundirbúningur hefst.

19:00 Benni Sig og gestir halda uppi stuðinu fram eftir kvöldi. Hoppukastalar verða á staðnum.

20:30 Tónleikar -  Benni Sig, Hera Björk, Björn Thoroddsen, Karolína Sif og Maggi veðurguð.

Almennar upplýsingar:

-          Fólk þarf að koma með sín eigin grill og borðbúnað.

-          Aðgangseyrir er 1000 kr. fyrir fullorðna og börn eldri en 6 ára. Við greiðslu fær hver og einn armband inn á hátíðina. Hægt er að nálgast armböndin á Kontornum.

-          Öll dagskrá fer fram við Grýtu og á Kontornum.

-          Þeir sem koma fram á Grenivíkurgleði þetta árið eru Einar töframaður, Benni Sig, Hera Björk, Björn Thoroddsen, Karolína Sif og Maggi veðurguð.

-          Jónsabúð verður með mögnuð tilboð á grillkjöti.

-          Opnunartími á Kontornum: föstudag kl 12 – 01 og laugardag kl 12 – 03:00.

 

Við færum eftirtöldum aðilum þakkir fyrir að styrkja hátíðina:

Gjögur

Darri

Grýtubakkahreppur

Pharmarctica

Kjarnafæði

Vífilfell