Göngur og réttir - lokanir svæða

Í ár verður ekki fjölmenni við réttarstörfin, gestir bíða þolinmóðir næsta árs.
Í ár verður ekki fjölmenni við réttarstörfin, gestir bíða þolinmóðir næsta árs.

Samkvæmt reglum Almannavarna um sóttvarnir gegn covid-19, verða göngur og réttir með nokkuð öðru sniði í ár, þó framkvæmdin verði í stórum dráttum hefðbundin.  Nú fara bændur að leggja af stað í göngur og um helgina verður réttað í Gljúfurárrétt. 

Vegna sóttvarnarreglna eru íbúar og aðrir gestir beðnir að virða eftirfarandi reglur og lokanir;

  • Dagana 9. til 12. september er öll umferð óviðkomandi bönnuð í Fjörður og á Látraströnd (undanskildir eru veiðimenn 12. sept., þeir skulu þó sleppa því að fara í skála og snyrtingar í Fjörðum)
  • Réttarhaldið er lokað og einungis starfsmenn frá hverjum bæ skv. nafnalista hafa aðgang, gæsla verður við réttarsvæðið.

Sömu reglur gilda við síðari göngur og réttir dagana 18. til 20. september.