Göngur og réttir

Brúin við Gil
Brúin við Gil

Þó við séum enn að vonast eftir góðum sumardögum, minnir haustið á sig.  Gangnamenn eru að tygja sig af stað og réttað verður í Gljúfurárrétt á sunnudaginn, 8. september.  Réttarstörf hefjast kl. 9:00.  Síðari réttir verða sunnudaginn 22. september.

Starfsmenn áhaldahúss hafa af hagleik miklum endurnýjað brúna við Gil, en hún var farin að ógna öryggi manna og ferfætlinga.  Brúin mun vonandi nýtast vel og lengi.