Gísli Gunnar oddviti, Þröstur áfram sveitarstjóri

Oddviti og sveitarstjóri ánægðir að lokinni undirskrift
Oddviti og sveitarstjóri ánægðir að lokinni undirskrift

Nýkjörin sveitarstjórn Grýtubakkahrepps kom saman til fyrsta fundar í gær.

Í upphafi fundar var Gísli Gunnar Oddgeirsson kjörinn oddviti og Þorgeir Rúnar Finnsson var kjörinn varaoddviti.  Gísli Gunnar þakkaði Fjólu V. Stefánsdóttur fráfarandi oddvita fyrir hennar góðu störf um leið og hann tók við keflinu.

Því næst undirrituðu nýkjörinn oddviti og Þröstur Friðfinnsson, ráðningarsamning sveitarstjóra til næstu fjögurra ára og staðfesti sveitarstjórn samninginn.

Góður andi ríkti á fundinum og gengur sveitarsjórn jákvæð og bjartsýn til verka, enda mikið að gerast í sveitarfélaginu og spennandi tímar framundan.