- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Þann 1. desember verða liðin 100 ár frá vígslu Gamla Skóla. Af því tilefni býður sveitarstjórn til afmælisfagnaðar í sal Gamla Skóla sunnudaginn 30. nóvember kl. 16:00.
Dagskrá:
Aðdragandi byggingar hússins og vígsla þess – Björn Ingólfsson
Stuttar sögur af lífinu í Gamla Skóla – Björn Ingólfsson, Sigríður Sverrisdóttir, Jón Þorsteinsson og Guðný Sverrisdóttir.
Einnig verða nemendur Tónlistarskóla Eyjafjarðar með nokkur tónlistaratriði.
Á eftir verður boðið upp á kaffi, safa og meðlæti, en sveitarfélagið hefur samið við Aparólufélagið* um að sjá um veitingarnar.
Allir velkomnir - góða skemmtun!
*Aparólufélagið eru nemendur Grenivíkurskóla. Þeir eru að hefja söfnun fyrir Aparólu til að setja upp í hallinu austan við skólann. Ef söfnunin gengur vel er markmiðið að aparólan komist upp á næsta ári. Aparólan mun einnig nýtast vel gestum á tjaldsvæðinu.
Frjáls framlög í söfnunina eru vel þegin og mega allir leggja inn á eftirfarandi reikning: Kt. 450619-0510, reikningsnúmer 1187-05-864, - Vinsamlegast skrifið „Apar.” í stutta skýringu við innleggið.

Aparóla