Fundi með ráðherra frestað til þriðjudags 28. jan.

Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Ingi Jóhannsson

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, boðar til opins fundar um framtíð sveitarstjórnarstigsins og sameiningar sveitarfélaga.  Fundurinn sem vera átti í kvöld, mánudagskvöld, verður í litla sal Grenivíkurskóla þriðjudagskvöldið 28. janúar og hefst kl. 20:30.  Athugið breyttan tíma.

Ráðherra mun fara yfir þingsályktunartillögu um stefnumótun á sveitarstjórnarstigi og sjónarmið um íbúalágmark.  Íbúar eru hvattir til að fjölmenna, heyra hvað ráðherra hefur að segja og koma sínum sjónarmiðum á framfæri.