Frístundastyrkir

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkti á fundi sínum í gær reglur um greiðslu frístundastyrkja vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna á grunnskólaaldri.  Hámarksupphæð styrks á árinu er kr. 15.000 vegna hvers barns, en þó aldrei hærri en sem nemur greiddum æfinga-/iðkendagjöldum.

Reglurnar er að finna hér á heimasíðunni undir Íþróttir og tómstundir.  Þar er og að finna umsóknarform sem hægt er að fylla út, en einnig er hægt að sækja um styrkinn á skrifstofu sveitarfélagsins.

Það er von sveitarstjórnar að styrkurinn verði hvatning til meiri hreyfingar og virkni barnanna okkar í íþróttum og öðru þroskandi tómstundastarfi.