Frístundabyggð Sunnuhlíð, Grýtubakkahreppi – auglýsing deiliskipulagstillögu

Frístundabyggð Sunnuhlíð, Grýtubakkahreppi – auglýsing deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkti á fundi sínum þann 28. október 2019 að auglýsa tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi fyrir frístundabyggðina Sunnuhlíð skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða endurskoðun gildandi deiliskipulags sem öðlaðist gildi árið 2006. Helstu breytingar í endurskoðuðu deiliskipulagi eru að heimilt byggingarmagn hefur verið aukið, byggingarreitir stækkaðir, einni lóð bætt við innan skipulagssvæðis, auk þess sem reglum um aðstöðuhús og viðmiðum um framkvæmdatíma bætt við skipulagsskilmála.

Skipulagstillagan liggur frammi á sveitarskrifstofu Grýtubakkahrepps milli 6. nóvember 2019 og 18. desember 2019 og á heimasíðu sveitarfélagsins, grenivik.is. 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma ábendingum á framfæri til miðvikudagsins 18. desember 2019. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast á sveitarskrifstofu Grýtubakkahrepps, Túngötu 3, 610 Grenivík, eða í tölvupósti á netfangið vigfus@sbe.is.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi