Fjölnir hættir

Íþróttamiðstöðin á Grenivík
Íþróttamiðstöðin á Grenivík

Samkomulag hefur orðið um að Fjölnir Þeyr, umsjónarmaður íþróttamiðstöðvar og fasteigna, láti af störfum að loknu sumarleyfi. Verður staðan að óbreyttu auglýst laus til umsóknar á næstu dögum. Eru Fjölni Þey þökkuð störf hans fyrir sveitarfélagið og honum óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.