Fjöllin í Grýtubakkahreppi eftir Hermann Gunnar

Út er komin bókin Fjöllin í Grýtubakkahreppi eftir Hermann Gunnar Jónsson. Hermann er göngugarpur og mikill útivistarmaður, alin upp í Bárðardal en býr í Grýtubakkahreppi.

Bókin er tvískipt. Annarsvegar eru ferðasögur höfundar á alla fjallatinda í Grýtubakkahreppi, nokkurs konar dagbókabrot. Hins vegar er um að ræða 13 gönguleiðalýsingar á valin fjöll á svæðinu, tvær yfir á Flateyjardal um Skriðurnar og Sandskarð, auk þess sem lýst er hringnum frá Grenivík um Trölladal, Fjörður og Látraströnd. Yfir 280 ljósmyndir eru í bókinni, 47 kort, þar af eitt stórt af svæðinu og gps-hnit eru til glöggvunar. 

Við skoðun bókarinnar gefst kostur á að kynna sér tignarleg fjöll og eyðidali svæðisins hvort sem setið er heima í stofu eða tekist á við náttúruna í raun. 
Bókaútgáfan Hólar gefur bókina út og hefur hún fengið góðar viðtökur. Við óskum höfundi til hamingju með sannarlega vel gerða bók. Útgáfuhóf var haldið í Grenivíkurskóla og voru þessarmyndir teknar við það tækifæri.  Myndir: Björn Jónsson.

„Einlægar og notalegar lýsingar höfundar á gönguferðum um stórbrotið fjalllendi kveikja í lesandanum að ganga sjálfur á fjöllin sem lýst er í bókinni.“ Pétur Halldórsson