- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Tíðarfar hefur nú snúist til betri vegar og gróður allur að fara af stað. Frá 1. júní er heimilt að sleppa fé í ógirt heimalönd.
Síðastliðin sumur hefur sauðfé mjög haldið til á þjóðveginum hjá okkur með tilheyrandi slysahættu. Bændur eru beðnir að huga vel að viðhaldi girðinga og leggjast nú allir á eitt að reyna að stemma stigu við þessu vandamáli. Árangur næst ekki nema allir séu samtaka í þessu átaki, að girða þar sem þarf og viðhalda girðingum með sóma.
Sveitarstjóri