Fasteignagjöld, eindagar

Álagningarseðlar fasteignagjalda voru sendir út á dögunum.  Eins og fram kom í fylgibréfi, verða nú ekki sendir út greiðsluseðlar á pappír nema greiðendur óski eftir því sérstaklega, með símtali við skrifstofu hreppsins í síma 414 5400.
Í netbönkum koma greiðsluseðlarnir fram með gjalddaga og eindaga hverrar greiðslu.  Þar sem einungis gjalddagar birtast á álagningarseðlunum, er rétt að upplýsa hér um eindaga sem eru sem hér segir:
Gjalddagi 1. febrúar - eindagi 26. febrúar 2016.
Gjalddagi 1. mars - eindagi 30. mars 2016.
Gjalddagi 1. apríl - eindagi 29. apríl 2016.
Gjalddagi 1. maí - eindagi 30. maí 2016.
Gjalddagi 1. júní - eindagi 30. júní 2016.
Gjalddagi 1. júlí - eindagi 29. júlí 2016.
Gjalddagi 1. ágúst - eindagi 30. ágúst 2016.