- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Breytingar eru nú að verða á sorphirðu. Til þessa hefur plast og pappir til endurvinnslu verið sett saman í tunnu, en nú verður breyting á því. Verið er að dreifa endurvinnslutunnum fyrir plastumbúðir og bætist hún við þær tvær tunnur sem fyrir eru við heimili. Nú verður því flokkun við húsvegg og hirðing þannig:
Mikilvægt er að íbúar finni nýju tunnunum stað og festi þær sem allra fyrst ef þörf er á. Endurvinnslutunnan sem fyrir er verður endurmerkt eftir því sem tími og aðstæður leyfa.
Íbúar eiga hrós skilið fyrir góða flokkun úrgangs og er þess vænst að þetta gangi vel áfram. Sveitarfélagið hefur lagt áherslu á að fara eins hagkvæma leið við breytingar á sorphirðu og kostur er, m.a. með því að nýta notaðar tunnur til að bæta við. Ætlað er að þessi leið með 3 tunnur við hvert heimili sé hagkvæmasti möguleikinn í stöðunni til að uppfylla lagalegar kröfur. Sorphirðugjald hækkar um áramót um 12%, en verður þó áfram í lægri kanntinum á landsvísu. Er von okkar að svo geti orðið áfram.
Minnt er á grenndrastöðina á bak við Jónsabúð sem tekur við gleri, málmum og rafhlöðum. Umgengni um hana hefur verið til fyrirmyndar og eru íbúum færðar kærar þakkir fyrir. Gámasvæðið verður opið með sama sniði áfram.
Sveitarstjóri.