Bleik messa í Laufási

Bleik messa verður í Laufáskirkju sunndagskvöldið 6. nóvember kl. 20.00. 

Ingibjörg Svafa Siglaugsdóttir segir frá reynslu sinni af krabbameinssjúkdómnum. Sunna Dóra Möller flytur hugvekju. Helga Kvam og Þórhildur Örvarsdóttir sjá um tónlist og flytja lög Evu Cassidy. Sr. Bolli Pétur Bollason leiðir stundina. 

Bleik messa sem þessi er til stuðnings málefnum krabbameinssjúkra og stutt verður við Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis og kaup á húsgögnum og öðrum nauðsynjum í íbúðir í Reykajvík sem fólk dvelur í þegar það fer suður í lyfjameðferðir. Söfnunarkarfa mun standa við anddyri kirkjunnar. 

Kleinukaffi í Gestastofu að lokinni messu. Verið öll hjartanlega velkomin.

Sóknarprestur