Barnahátíð í Laufási 8. maí

Uppskeruhátíð barnastarfsins verður á mæðradaginn 8. maí í Laufási og hefst kl. 14:00 í Laufáskirkju. Þar verður Hjalti Jónsson með gítarinn og Rebbi refur með sinn ærslafulla sunnudagaskólasöng. Svo ætla allir krakkar að lyfta sér á kreik og hoppa í Legohoppukastala við prestsetrið og fá sér síðan grillaðar pylsur og Svala. nýfædd lömb munu jarma í fjárhúsunum og við ætlum að jarma á móti lagið,,Lóan er komin."
Sjáumst í banastuði á barnahátíð í Laufási og til hamingju þá með daginn allar mömmur.
Bolli Pétur Bollason