Auglýsing: Bygging leiguíbúða - forval

Grýtubakkahreppur auglýsir eftir byggingaverktaka til að byggja leiguíbúðir á Grenivík. 

Miðað er við að byggja fjórar íbúðir, 2ja til 3ja herbergja (raðhús) í alútboði eftir þetta forval.

Verktakar sem hafa áhuga á að taka verkefnið að sér eru beðnir að leggja hugmyndir sínar fyrir sveitarstjóra eigi síðar en 24. febrúar 2017, skriflega.  Þær upplýsingar sem fram þurfa að koma eru helstar:

  • Form og stærð íbúða
  • Teikningar eða greinargóð lýsing íbúða
  • Gróf kostnaðaráætlun
  • Áætlaður afhendingartími / byggingartími
  • Vísun í fyrri verk og getu verktakans

Sveitarstjórn mun í framhaldinu velja verktaka í lokað alútboð.  Völdum verktökum verður þá gefinn kostur á að bjóða í verkið, miðað við að skila íbúðunum fullbúnum, með innréttingum, skv. nánari skilmálum.

Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps