Ástand nú metið stöðugt

Vegurinn nýruddur.
Vegurinn nýruddur.

Eftir mat á aðstæðum þar sem skriðan féll að morgni 17. nóvember s.l., hefur lögreglan á Norðurlandi Eystra nú sent frá sér eftirfarandi tilkynningu:

"Nú eru liðnar tvær vikur frá því að aurskriðan féll á Grenivíkurveg sunnan við Fagrabæ. Frá því að vegurinn var opnaður aftur þá hafa starfsmenn Veðurstofunnar verið að fylgjast með aðstæðum og hámarkshraði á vegi tekinn niður samhliða því.

Ekki hefur orðið vart við neinar frekari hreyfingar í fjallinu og er það mat starfsmanna Veðurstofunnar að ekki sé sérstök hætta á skriðuföllum á þessum stað lengur og engar fregnir borist af hreyfingum á svæðinu síðan daginn eftir að skriðan féll.

Í samráði við Veðurstofuna og Vegagerðina þá hefur hámarkshraði aftur verið færður upp í 90 km/klst. og frekari viðvörunarskilti verið fjarlægð."