Ársreikningur 2019

Hjólaskóflan hafði í nógu að snúast í vetur
Hjólaskóflan hafði í nógu að snúast í vetur

Sveitarstjórn staðfesti ársreikning Grýtubakkahrepps fyrir árið 2019 við síðari umræðu 8. júní s.l.

Rekstur var í jafnvægi, rekstrarafgangur samstæðu var 7,1 mkr.

Fjárfesting á árinu var með minnsta móti, eða samtals 24 mkr.  Stærsta einstaka fjárfestingin var í hjólaskóflu og er ekki annað hægt að segja en hún hafi nýst vel í vetur.

Ein íbúð var seld á árinu og langtímaskuldir lækkuðu töluvert.  Eiginfjárhlutfall samstæðu var um áramótin 62,4%.

Horfur fyrir þetta ár eru eftir atvikum þokkalegar.  Ekki er fyrirséð verulegt frávik frá áætlunum og samdráttur vegna Covid-19 kemur minna við hér en víðast annarsstaðar.  Snjómokstur var þó margfaldur miðað við fyrri ár, en hann er að mestu unninn af þjónustumiðstöð og þyngir því reksturinn minna en ella.