Ærslabelgur

Nú er unnið að uppsetningu á svokölluðum ærslabelg á Grenivík.  Hann kemur á leikvöllinn við Túngötu.

Foreldrar vinsamlegast farið yfir umgengnisreglur með börnunum og fylgist með þeim.  Reikna má með að nokkurt fjör verði til að byrja með, reynum öll að hjálpast að við að forðast slys eins og mögulegt er.

Væntum þess að uppsetningu ljúki í dag eða í síðasta lagi á morgun.