Félagsvist ! skemmtun fyrir unga, miðaldra og gamla.

12. apr
kl. 19:30

Kvenfélagið Hlín stendur fyrir félagsvist fjögur kvöld núna í mars og apríl.

Við hvetjum grunnskólabörn og fólk á öllum aldri að mæta þrátt fyrir enga eða litla reynslu af spilinu því einhvers staðar þarf maður að byrja og við verðum á staðnum til að leiðbeina.

Verðlaun verða veitt fyrir stigahæsta karlinn og konuna öll kvöldin. Á loka kvöldinu verða síðan glæsileg verðlaun veitt stigahæsta karlinum og konunni fyrir samanlagðan stigafjölda fyrir öll kvöldin. 

Aðgangseyrir per kvöld kr. 1.000 og kr. 500 fyrir 1 - 10 bekk.

Sjoppa á vegum félagsmiðstöðvarinnar verður opin í upphafi og í hléi. Ath enginn posi á staðnum.

Húsið opnar kl. 19:15, mætum stundvíslega og munið að taka penna með ykkur.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Kvenfélagið Hlín.