Vélsleðamenn ath. – Vatnsverndarsvæði í Grenivíkurfjalli

Vélsleðamenn ath. – Vatnsverndarsvæði í Grenivíkurfjalli

 

Meðf. kort er af vatnsverndarsvæði Grenivíkur.  Vinsamlegast athugið að umferð er bönnuð á brunnsvæði og takmörkuð um grannsvæði, en Grenivíkurfjall hefur verið nokkuð vinsælt sleðasvæði.  Ekki þarf að fara mörgum orðum um það tjón sem jafnvel lítið slys getur valdið, en hreint og ómengað vatn er ein af grunnforsendum búsetu.  Þá gæti mengun vatnsbóla sett matvælavinnslu hér í algert uppnám.

 

Vinsamlegast hlífið þessum svæðum, landið er stórt og ástæðulaust að fara um þennan hluta þess með tilheyrandi áhættu.

 

Ef svo illa færi að slys yrði inn á vatnsverndarsvæði, þá er algert lykilatriði að láta vita strax.  Ef minnsti grunur er um að olía af einhverju tagi hafi farið niður þarf að bregðast strax við, láta undireins vita í 112, sem myndi þá ræsa út viðbragðsaðila til hreinsunarstarfa.  Í okkar tilfelli eru það starfsmenn áhaldahúss sem fyrst kæmu að málum, en mikilvægt er að láta strax vita í 112 svo bregðast megi hratt við og lágmarka tjón.

 

Einnig er rétt að minna á að skotveiði er bönnuð á brunnsvæðum.

 

Hér er um okkar sameiginlegu hagsmuni að ræða sem samfélags, því þurfa allir að leggjast á eitt að færa umgengni í það horf að við séum örugg með okkar vatnsból til framtíðar.

 

Sveitarstjóri