Sumarvinna ungmenna

Þessir hressu krakkar voru í vinnuskólanum fyrir nokkrum árum, eflaust munu einhver þeirra koma til …
Þessir hressu krakkar voru í vinnuskólanum fyrir nokkrum árum, eflaust munu einhver þeirra koma til starfa hjá okkur í sumar.

Eins og af fréttum má ráða, er ekki búist við að mikið framboð verði af vinnu fyrir námsmenn í sumar á almenna vinnumarkaðnum.

Sveitarstjórn hefur bókað um að sem allra flest ungmenni á framhalds- og háskólaaldri með lögheimili í hreppnum geti fengið sumarstarf í sumar.  Auk hefðbundinna starfa eigum við verkefni við girðingarvinnu, stígagerð og merkingu gönguleiða.  Við væntum þess að geta nýtt stuðning sem ríkið hefur boðað í þessu skyni, en þó kann að koma til þess að starfshlutfall þurfi að skerða ef ásókn verður mjög mikil.

Ungmenni sem óska sumarvinnu og hafa ekki þegar sótt um, vinsamlegast fyllið út starfsumsókn á heimasíðunni okkar hér.  Æskilegt að sækja um sem fyrst og eigi síðar en 10. maí.