Kontorinn veitingahús hefur opnað

Fjóla oddviti og Margrét varaoddviti færðu þeim Sigga og Ingibjörgu blóm og kveðjur sveitarstjórnar …
Fjóla oddviti og Margrét varaoddviti færðu þeim Sigga og Ingibjörgu blóm og kveðjur sveitarstjórnar í tilefni opnunarinnar.

Eftir veitingahúslausan vetur hefur nú verið opnað veitingahús á Grenivík á ný.  Það er Sigurður Gauti Benediktsson sem hefur ásamt konu sinni Ingibjörgu Valdimarsdóttur, opnað Kontorinn veitingahús á ný.

Boðið er upp á fjölbreyttan matseðil og fjölskylduvænan.  Pizzur eru í boði á föstudags- og laugardagskvöldum.

Fyrst um sinn verður opið virkadaga í hádeginu, klr. 11:30 til 13:30 en kl. 11:30 til 21:00 föstudaga og laugardaga.

Það er allur annar bæjarbragur að hafa veitngahús á ný og er þeim Sigga og Ingibjörgu óskað góðs gengis.

Frekari upplýsingar verður að finna á facebooksíðu og www.kontorinnrestaurant.com.