Golfvöllurinn í Hvammi

Golfvöllur í HvammiGolfvöllur Golfklúbbsins Hvamms er staðsettur rétt við Grenivík, á afar fallegum og veðursælum stað á jörðunum Hvammi og Jarlsstöðum. Völlurinn er 9 brautir (par 34) og auk þess eru 4 æfingabrautir sem henta sérstaklega vel fyrir byrjendur.

Völlurinn var tekinn í notkun sumarið 2004 og er verið að vinna að því að bæta hann, t.d. með endurbótum á teigum og flötum. Nýtt forgjafarmat á vellinum var gefið út í mars 2009.

Ekki þarf að bóka teigtíma.

Nánari upplýsingar um golfklúbbinn og golfvöllinn veita Jón Helgi í síma 896-9927 og Þórður í síma 463-3178.