Landbúnaðarnefnd

30.05.2007 00:00

Fundur landbúnaðarnefndar 30. maí 2007.

Fundurinn haldinn í fundarstofu Grýtubakkahrepps og hófst kl. 13.00.  Mættir voru allir nefndarmenn;  Ásta F. Flosadóttir, Jóhann Ingólfsson og Þórarinn Ingi Pétursson.
Ásta ritaði fundargerð.


1.  Afréttarmál
 a)  Opnun afréttar. 
Haft hefur verið samband við Stefán Skaptason hjá landgræðslunni, farnar hafa verið ferðir í Fjörður undanfarin ár með honum og gróðurverndarnefnd Eyjafjarðar.  Ástand afréttarinnar er með ágætum og gróður í framför.  Stefán vill þó komast eina ferð í Keflavík einhverntímann í sumar.  Rætt um framtíðarfyrirkomulag á opnun afréttarinnar.  Ljóst er að miðað við veðurspá og ástand landsins er óhætt að opna hana fljótlega.  Nefndin leggur það til við sveitarstjórn að Látrastönd verði opnuð fyrir sauðfé 4. júní og Fjörðurnar 8. júní.  Nefndin beinir því til fjárbænda að fé verði sleppt í hæfilegum skömmtum og menn hafi samráð sín á milli um rekstrartíma og sleppistaði.
Leyft verði að sleppa hrossum á afrétt 1.júlí.

 b)  Landbóta og landnýtingaáætlun.
Gerður hefur verið 6 ára samningur milli landgræðslunnar og sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps um áburðardreifingu og uppgræðslu á Leirdalsheiði.  Landbúnaðarnefnd styður fyrirhugaða framkvæmd samningsins. 

 c)  Umgengnisreglur á afréttinni. 
Landbúnaðarnefnd beinir því til sveitarstjórnar að auglýst verði lausagöngubann hunda á afréttinni, nema smalahunda í fjárrekstrum.  Ennfremur að ítreka við vegagerðina að hún auglýsi bann við utanvegaakstri.  Ljóst er að taka þarf á þeim málum. 

 d)  Gangnadagsetningar.
Stefnt er að ganga fyrstu viku í september. 


2.  Garnaveikimál
Rætt um fyrirkomulag garnaveikibólusetningar.  Ákveðið að ræða þessi mál betur á næsta fundi.


Fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 14.15.