Landbúnaðarnefnd

04.06.2016 00:00

Fundur var haldinn í Landbúnaðarnefnd 4. júní 2016, fundarstaður var á heimili Guðjóns á Bárðartjörn. Mættir á fundinn voru Ásta F. Flosadóttir, Guðjón Þórsteinsson og Margrét Melstað sem ritaði fundinn.

  1. Ástand gróðurs á afrétt.

Fórum út á Látraströnd, skoðuðum ástand gróðurs þar. Ástandið er mjög gott og á góðri leið með að verða iða grænt. Opnunartími afréttar samkvæmt Landbótaáætlun er 10. júní. Landbúnaðarnefn gerir það að tillögu sinni að afréttin verði opnuð 10. júní.

 

  1. Fjárrétt.

Farið var yfir hvernig gengi að ganga frá samningum við landeigendur vegna nýrrar staðsetningar fjárréttarinnar. Lagt var til að leitað yrði til Guðmundar Björnssonar í Fagrabæ með að taka að sér verkstjórn á framkvæmdinni.  

 

Ekkert fleira tekið fyrir og fundi slitið.