Fræðslu- og æskulýðsnefnd

09.06.2016 00:00

Fræðslu og æskulýðsnefnd – 11 fundur

Fundur í fræðslu- og æskulýðsnefnd haldinn 09.06.2016 klukkan 17:00 í Grenivíkurskóla. Fundinn sátu Sigurbjörn Þór Jakobsson, Þórunn Lúthersdóttir,  Auður Adda Halldórsdóttir, Fjóla Stefánsdóttir og Þorsteinn Þormóðsson. Einnig sátu fundinn, Þorgeir Finnsson, Margrét Ósk Hermannsdóttir, Síssa Eyfjörð og Ásta Flosadóttir sem áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskóla, leikskóla, foreldra og kennara. Sigurbjörn setur fundinn og stjórnar honum. Þórunn ritar fundargerð og situr sem áheyrnarfulltrúi fyrir foreldrafélag.

Málefni leikskóla:

Margrét leggur fram leikskóladagatal 2016-2017 til kynningar. Dagatalið hefur skoðast samþykkt af foreldraráði leiksskólans. 21 barn í leikskólanum í dag, verða þau 18 talsins um sumarfrí. Eftir sumarfrí koma svo 4 ný börn í leikskólann þannig að þá verða 23 börn í leikskólanum næsta vetur. Miklar breytingar í starfsmannamálum, Erica og Bjarni eru hætt og Síssa og Hildur hætta með haustinu. Nýjir starfsmenn sem koma inn eru Steinunn Adolfsdóttir og Kolbrún Stefáns síðan kemur Steinunn Laufey tilbaka úr fæðingarorlofi. Kolbrún mun sjá um skólahópinn. Hildur er frá vinnu um óákveðinn tíma en Anna Kristín og Kristján Bjarki eru í afleysingum. Hrönn Gunnars er svo ráðin sem starfsmaður í ágúst.

Sameiginlegur hluti:

Ekki hefur gefist tími fyrir skilafund vegna starfsmannaeklu á leikskólanum. Stefnt á að það verði gert í ágúst.

Málefni grunnskóla:

Þorgeir leggur fram skóladagatal 2016-2017 og telst skóladagatalið samþykkt. Hópaskiptingin er sú sama og var lögð fram í vetur og mun hún halda sér. Náms- og starfsráðgjafi er ekki við skólann. Þorgeir óskar eftir því að fá leyfi til að auglýsa eftir starfsmanni í 15-20% stöðu við skólann sem náms- og starfsráðgjafi. Nefndin samþykkir það. Námskráin er nánast klár en hefur ekki verið birt í heild sinni, verið er að vinna í því. Nýja heimasíðan er líka ennþá í vinnslu. Skólaskýrsla ársins er klár og var send til Sigurbjarnar. Tiltölulega litlar breytingar á starfsmannamálum, Margrét Ösp verður í leyfi, Heiða Péturs kemur inn í ca. 50% stöðu, Jóna fer í fæðingarorlof og Kristín leysir hana af, Þorgeir hættir í haust og Ásta Flosa kemur inn úr leyfi. Nemendur verða 48 talsins næsta vetur.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl 17:45.