Pistill, júní 2010

Ný sveitarstjórn hefur nú tekið til starfa. Sigurður B. Jóhannsson er nýr maður í sveitarstjórn og er hann hér með boðinn velkominn til starfa. Benedikt Sveinsson lætur af störfum í sveitarstjórn og er honum þakkað fyrir góð störf á þeim vettvangi. Það var alltaf gott að fá ráð hjá Benna en hann hafði þau oft undir rifi hverju. Lokið er við að skipa í nefndir í Grýtubakkahreppi og vænti ég mikillar og góðrar starfsemi hjá nefndum Grýtubakkahrepps á þessu kjörtímabili.

Framkvæmdir á neðri hæð Grenivíkurskóla ganga vel og trúi ég að við fáum þar glæsilegt rými fyrir tónmenntakennslu og félagsmiðstöð. Enn er óvíst hvort farið verður í framkvæmdir við íþróttavöll á þessu ári en framlag KSÍ var minna en reiknað var með.
Næstkomandi laugardag kl. 11:00 verður vígð ný brú yfir Illagil í Fjörðum. Reyndar er brúin að verða ársgömul en tíðarfar í fyrrahaust kom í veg fyrir að hægt væri að hafa athöfnina þá. Vona ég að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Skrifstofa Grýtubakkahrepps verður lokuð vegna sumarfría frá 12. til 26. júlí nk. Er vonast til að lokunin valdi ekki miklum vandkvæðum en í neyðartilvikum er hægt að hafa samband við sveitarstjóra í síma 864-4504. Með von um að íbúar Grýtubakkahrepps svo og aðrir eigi gleðilegt sumarfrí. 

Grenivík í júní 2010, Guðný Sverrisdóttir.