Snocross á Grenivík á laugardaginn, 24. feb.

Á laugardaginn verður haldin snocrosskeppni á Grenivík.  Búist er við mikilli þátttöku og fjölda áhorfenda enda má búast við fjöri og spennandi keppni.  Keppnisbrautin verður á flatanum sunnan við Miðgarða, gengt bensínstöðinni og verður beint streymi frá keppninni.

Frekari upplýsingar um keppnina er að finna á myndinni sem fylgir hér með, en hér á eftir koma praktískar upplýsingar fyrir heimamenn og gesti:

  • Keppnin hefst kl. 11:30 og stendur ca. til kl. 17:20.
  • Miðgörðum verður lokað milli Lækjarvalla og Túngötu milli kl. 8:00 og 18:00 á laugardaginn.
  • Vinsamlegast leggið ekki bílum, tækjum eða kerrum sunnan Miðgarða núna fram yfir keppnina.
  • Sundlaugin verðu opin á laugardaginn kl. 11:00 til 19:00.
  • Kontorinn veitingahús verður með tilboð og opinn á laugardaginn kl. 9:00 til 21:00.
  • Komið verður með færanlegar snyrtingar sem verða opnar við keppnissvæðið.
  • Því miður er snyrtingahúsið við Gömlu bryggju lokað nú um tíma vegna skemmda sem hlutust af óhappi þar.
  • Íbúar eru hvattir til að fylgjast með og skemmta sér, en einnig beðnir að sýna hávaða og ónæði sem af keppninni hlýst þolinmæði.
  • Sleðamenn eru einnig hvattir til að stilla hamagangi í hóf utan keppnissvæðis.
  • Sleðamenn og aðrir eru sérstaklega beðnir að fara varlega kringum malargryfjuna suðaustan við keppnissvæðið, þar eru hættulegar brúnir.

Leggjumst öll á eitt til að allt fari vel og slysalaust fram.

Góða skemmtun!