Sveitarstjórnarfundur nr. 498

08.04.2024 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 498

Mánudaginn 8. apríl 2024, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Auknar fjárfestingar á Norðurlandi, verkefni SSNE, kynning.

Fulltrúar SSNE, Anna Lind Björnsdóttir og Díana Jóhannsdóttir, kynntu málið í fjarfundi.

  1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 28. feb. 2024.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 15. mars 2024.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 19. mars 2024.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 3. apríl 2024.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð fjölmenningarráðs SSNE, dags. 11. mars 2024.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands, dags. 25. mars 2024.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 13. mars 2024.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerðir stjórnar Norðurorku, dags. 5. mars og 21. mars 2024.

Fundargerðir lagðar fram.

  1. Fundargerð stjórnar Flokkunar Eyjafjarðar ehf., dags. 12. mars 2024.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð aðalfundar Flokkunar Eyjafjarðar ehf., dags. 12. mars 2024.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar, dags. 19. mars 2024.

Fundargerð lögð fram.

  1. Skipulagsmál.

a. Umsókn um leyfi til 2ja viðbygginga að Grýtubakka II, dags. 12.mars 2024.

Skipulags- og byggingarfulltrúa hefur borist byggingarleyfisumsókn frá Pólarhestum vegna byggingar sólskála við íbúðarhús og stækkunar á skemmu. Erindinu fylgja uppdrættir frá Ívari Ragnarssyni dags. 7. febrúar 2024. Ekki er deiliskipulag fyrir hendi á svæðinu og því óskar skipulags- og byggingarfulltrúi eftir umsögn sveitarstjórnar um erindið.

Sveitarstjórn samþykkir erindið. Sveitarstjórn telur einsýnt að erindið varði ekki hagsmuni annarra en umsækjanda sjálfs og fellur því frá framkvæmd grenndarkynningar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

b.Umsókn Norðurorku um byggingarleyfi til reisingar 14 mtr. hás fjarskiptamasturs við íþróttasvæðið á Grenivíkurhólum. Mastrið verður nýtt til sjálfvirks mælaaflesturs Norðurorku á Grenivík og í Höfðahverfi. Á mastrið verði einnig sett ljós sem lýsir á æfingasvæði Magna. Dags. 2. apríl 2024.

Sveitarstjórn samþykkir erindið.

  1. Erindi frá leikskólastjóra, breyting á skipulagi styttingar vinnuviku, dags. 5. apríl 2024.

Erindi samþykkt.

  1. Erindi frá slökkviliðsstjóra, menntun vettvangsliða, dags. 4. apríl 2024.

Erindi lagt fram. Afgreiðslu frestað.

  1. Erindi frá lögreglustjóra, v. Bjarmahlíðar, styrkbeiðni, dags. 3. apríl 2024.

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Bjarmahlíð um kr. 200.000.- Upphæðin rúmast innan fjárhagsáætlunar.

  1. Frá Umboðsmanni barna, hljóðvist í skólum, dags. 18. mars 2024.

Erindi lagt fram. Umræða og vinna í tengslum við bætta hljóðvist er hafin í Grenivíkurskóla.

  1. Frá Velferðarsviði Akureyrar, stækkun barnaverndarsvæðis, dags. 13. mars 2024.

Erindi lagt fram. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stækkun núverandi barnaverndarsvæðis til samræmis við erindið.

  1. Frá Umhverfisstofnun, Saman gegn sóun, opnir fundir á Akureyri 9. apríl 2024.

Erindi lagt fram.

  1. Frá Mennta- og barnamálaráðuneyti, ráðstefna um gæði og jafnræði í kennsluháttum á Norðurlöndum á sviði stærðfræði og náttúruvísinda, haldin 23. apríl 2024.

Erindi lagt fram.

  1. Boð á eigendafund Norðurorku, haldinn 16. apríl 2024.

Þröstur Friðfinnsson sækir fundinn fyrir hönd Grýtubakkahrepps og fer með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

  1. Boð á aðalfund Norðurorku, haldinn 23. apríl 2024.

Gísli Gunnar Oddgeirsson og Þröstur Friðfinnsson sækja fundinn fyrir hönd Grýtubakkahrepps. Þröstur Friðfinnsson fer með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:45.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.