Sveitarstjórnarfundur nr. 497

11.03.2024 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 497

Mánudaginn 11. mars 2024, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 9. feb. 2024.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 23. feb. 2024.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð 67. afgreiðslufundar SBE, dags. 19. feb. 2024.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð 68. afgreiðslufundar SBE, dags. 4. mars 2024.

Fundargerð lögð fram.

Í lið 1 er LB Völlum ehf., kt. 590923-0600, veitt byggingarleyfi vegna nýbyggingar 475,6 fm raðhúss á lóðinni Lækjarvöllum 17-19 á Grenivík.

Í lið 2 er Pólarhestum ehf., kt. 550502-5850, veitt byggingarleyfi vegna 36,3 fm viðbyggingar (sólskála) við íbúðarhús að Grýtubakka II.

  1. Skipulagsmál.

         a. Akurbakkavegur, deiliskipulag fyrir ferðaþjónustu.

Kynningartímabili deiliskipulagstillögu fyrir ferðaþjónustu við Akurbakkaveg lauk 14. febrúar sl. og bárust átta erindi vegna málsins. Í erindi frá Hermanni Grétari Guðmundssyni eru ítrekuð andmæli sem sett voru fram fyrr í skipulagsferlinu vegna íþyngjandi grenndaráhrifa sem talin eru fylgja ferðaþjónustusvæði af þessu tagi.

Sveitarstjórn telur ekki að ferðaþjónustu sem deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir fylgi umtalsverð grenndaráhrif og bendir á að gistiþjónusta af umræddu tagi sé víða rekin í þéttbýli. Auk þess bendir sveitarstjórn á að í gildandi aðalskipulagi sé umrætt svæði skilgreint sem athafnalóð þar sem byggja má atvinnuhúsnæði og starfrækja atvinnurekstur af ýmsu tagi. Því megi ætla að nýting svæðisins samkvæmt skipulagstillögu sem hér um ræðir hafi síst meiri grenndaráhrif en nýting skv. óbreyttu skipulagi. Fyrirhugað verslunar- og þjónustusvæði var minnkað og það fært fjær íbúðarhúsum við Akurbakkaveg til að koma til móts við athugasemdir sem bárust við kynningu skipulagslýsingar vorið 2023 og sveitarstjórn telur ekki tilefni til að gera frekari breytingar á skipulagsáformunum vegna ofangreindra andmæla.

Ekki eru settar fram athugasemdir í öðrum erindum sem bárust og samþykkir sveitarstjórn að deiliskipulagstillögunni skuli vísað óbreyttri í auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  1. Boð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga, haldinn 14. mars 2024.

Þröstur Friðfinnsson sækir fundinn og fer með umboð Grýtubakkahrepps.

  1. Boð á aðalfund Flokkunar ehf., haldinn 12. mars 2024.

Þröstur Friðfinnsson sækir fundinn og fer með umboð Grýtubakkahrepps.

  1. Boð á aðalfund Moltu ehf., (f.h. Sæness ehf.), haldinn 3. apríl 2024.

Erindi lagt fram.

  1. Lýðveldið Ísland 80 ára, erindi frá Sambandinu og afmælisnefnd, dags. 1. mars og 8. mars 2024.

Erindi lagt fram.

  1. Frá Innviðaráðuneyti, mál í samráðsgátt, drög að borgarstefnu, dags. 22. feb. 2024.

Erindi lagt fram.

  1. Frá Landi og skógi, Endurskoðun stuðningskerfa í skógrækt og landgræðslu, dags. 27. feb. 2024.

Erindi vísað til landbúnaðar- og umhverfisnefndar til umfjöllunar.

  1. Frá Sambandi Ísl sveitarfélaga, áskorun til sveitarfélaga í tengslum við kjarasamninga, dags. 8. mars 2024.

Sveitarstjórn fagnar gerð kjarasamninga til lengri tíma sem séu til þess fallnir að tryggja verðstöðugleika, öllum til hagsbóta. Áskorunin gefur ekki tilefni til að breyta í neinu gjaldskrám Grýtubakkahrepps, þar sem hækkanir voru innan þess ramma sem við er miðað í áskoruninni. Til að mynda voru vistunargjöld leikskólans Krummafótar höfð óbreytt á milli ára og hafa ekki verið hækkuð í rúm 8 ár.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:15.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.