Sveitarstjórnarfundur nr. 492

20.12.2023 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 492

Miðvikudaginn 20. desember 2023, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Ákvörðun um útsvarsprósentu 2024, v. breytinga á fjármögnun þjónustu við fatlaða.

Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 15.12.2023, samþykkir sveitarstjórn Grýtubakkahrepps að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23 prósentustig og verði 14,97%.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og fellur fyrri samþykkt um útsvarsprósentu frá 20. nóvember 2023 þar með úr gildi.

(Til upplýsingar: Tekjuskattsprósenta til ríkisins lækkar á móti um 0,23 prósentustig, heildarskattbyrði launatekna helst því óbreytt).

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:10.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.