Sveitarstjórnarfundur nr. 489

06.11.2023 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 489

Mánudaginn 6. nóvember 2023, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 16. okt. og 27. okt. 2023.

Fundargerðir lagðar fram.

  1. Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 1. nóv. 2023.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerðir stjórnar Norðurorku, dags. 17. okt. og 23. okt. 2023.

Fundargerðir lagðar fram.

  1. Fundargerð aðalfundar SBE, dags. 29. sept 2023.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar SBE, dags. 12. okt. 2023.

Fundargerð lögð fram.

  1. Skipulagsmál.

Erindi frá Halldóri Sigurbirni Höskuldssyni, byggingarreitur í Réttarholti.

Halldór Sigurbjörn Höskuldsson, Réttarholti II, óskar eftir samþykki sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir bílgeymslu við austurgafl íbúðarhússins í Réttarholti II. Erindinu fylgja uppdrættir frá Valþóri Brynjarssyni hjá Kollgátu dags. 25. júlí 2023.

Sveitarstjórn telur einsýnt að framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og málshefjanda sjálfs og því megi falla frá grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn samþykkir erindið.

  1. Frá Moltu ehf., ný gjaldskrá frá 1. jan. 2024.

Gjaldskrá lögð fram.

  1. Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, dags. 28. sept., frestað frá síðasta fundi.

Sveitarstjórn samþykkir að styðja verkefnið árið 2024.

  1. Frá Akureyrarbæ, Samningur um sameiginlega barnaverndarþjónustu, fyrri umræða.

Fyrri umræðu lokið. Samningnum vísað til síðari umræðu.

  1. Frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, um innviði fyrir orkuskipti, dags. 26. sept. 2023.

Erindi lagt fram.

  1. Frá matvælaráðuneyti, boð á matvælaþing, haldið 15. nóv. 2023.

Erindi lagt fram.

  1. Erindi frá SSNE, um Vetraríþróttamiðstöð Íslands, dags. 2. nóv. 2023.

Sveitarstjórn lítur erindið jákvæðum augum, en telur ýmsar forsendur og upplýsingar skorta svo hægt sé að taka afstöðu til málsins.

  1. Erindi frá Mótorhjóla- og Snjósleðaíþróttasambandi Íslands, hugmynd um keppni í snocross á Grenivík í febrúar, dags. 3. nóv. 2023.

Sveitarstjórn lítur erindið jákvæðum augum og felur sveitarstjóra að vinna að málinu.

  1. Erfið staða í landbúnaði á Íslandi.

Sveitarstjórn Grýtubakkahepps lýsir yfir miklum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í landbúnaði. Miklar kostnaðarhækkanir og hækkun vaxta á liðnum misserum hafa verið atvinnugreininni mjög erfiðar og er rekstrargrundvöllur margra búa að bresta.

Landbúnaður er ein af undirstöðuatvinnugreinum hvers ríkis og ber stjórnvöldum að tryggja að greinin hafi eðlilegt rekstarumhverfi á hverjum tíma. Þar með talið þarf að horfa til samkeppnisstöðu, gæðaeftirlits með innflutningi, tollasamninga og tryggja að eftir reglum og samningum sé farið.

Sveitarstjórn skorar á stjórnvöld að grípa nú þegar til aðgerða til að fyrirbyggja að hrun verði í matvælaframleiðslu á Íslandi. Fæðuöryggi þjóðarinnar til lengri og skemmri tíma má ekki stefna í hættu og allra síst af völdum efnahagsstefnu stjórnvalda sjálfra.

  1. Gjögraskagi.

Sveitarstjórn telur eðlilegt að sá hluti skagans sem liggur í Grýtubakkahreppi beri nafnið Gjögraskagi. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir gagnvart viðeigandi aðilum.

  1. Fjárhagsáætlun 2024 – 2027, fyrri umræða framhald.

Farið yfir gjaldskrár, álagningarprósentur og fjárfestingaáætlun. Fyrri umræðu lokið.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:03.

Þorgeir Rúnar Finnsson ritaði fundargerð.