Sveitarstjórnarfundur nr. 486

25.09.2023 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 486

Mánudaginn 25. september 2023, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 8. og 18. sept. 2023.

Fundargerðir lagðar fram.

  1. Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 6. sept. 2023.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 19. sept. 2023.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 22. ágúst 2023.

Fundargerð lögð fram.

Sveitarstjórn hvetur til samstöðu og eindrægni meðal eigenda um rekstur og uppbyggingu hins mikilvæga og öfluga fyrirtækis sem Norðurorka er.

  1. Frá velferðarsviði Akureyrar, til umsagnar.

a. Drög að reglum um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra.

Erindi lagt fram og vísað til félagsmála- og jafnréttisnefndar til kynningar.

b. Drög að reglum um stuðningsfjölskyldur.

Erindi lagt fram og vísað til félagsmála- og jafnréttisnefndar til kynningar.

c. Drög að reglum um skammtímadvöl og frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni.

Erindi lagt fram og vísað til félagsmála- og jafnréttisnefndar til kynningar.

  1. Boð á ársfund náttúruverndarnefnda, haldinn 12. október 2023.

Erindi lagt fram.

  1. Boð á haustþing SSNE, haldið í fjarfundi 6. október 2023.

Erindi lagt fram.

  1. Boð á ráðstefnuna Stafræn sveitarfélög, haldin 6. október 2023.

Erindi lagt fram.

  1. Boð á samráðsfund Vegagerðarinnnar um vetrarþjónustu, haldinn 11. október 2023.

Erindi lagt fram.

  1. Boð á kynningarfund Jafnréttisstofu, haldinn í fjarfundi 10. október 2023.

Erindi lagt fram.

  1. Erindi frá SSNE, vegna Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra, dags. 19. sept. 2023.

Erindi lagt fram.

  1. Erindi frá Skógræktarfélagi Íslands, ályktun um skógarreiti og græn svæði innan byggðar, dags. 13. sept. 2023.

Erindi lagt fram.

  1. Erindi frá Innviðaráðuneyti, v. málstefnu sveitarfélaga, dags. 5. sept. 2023.

Erindi lagt fram.

  1. Erindi frá Indriða Þresti Gunnlaugssyni v. Höfðagötu 4 og 7, dags. 18. sept. 2023.

Erindi lagt fram. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:18.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.