Sveitarstjórnarfundur nr. 485

04.09.2023 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 485

Mánudaginn 4. september 2023, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Málefni Sæness og Pharmarctica.

Sveitarstjórn fór í heimsókn og skoðaði nýbyggingu við Pharmarctica. Í kjölfarið voru málefni fyrirtækisins rædd. Framkvæmdastjóri Sæness, Jóhann Ingólfsson, og Margrét Melstað, stjórnamaður sátu fundinn undir þessum lið.

  1. Fundargerð 59. afgreiðslufundar SBE, dags. 28. ágúst 2023.

Fundargerð lögð fram.

  1. Skipulagsmál.

a. Lóðarumsókn, Lækjarvellir 17 og 19.

Lóðunum nr. 17 og 19 við Lækjarvelli var áður úthlutað til Landsbyggðarhúsa ehf., kt. 540922-1870. Óskað er eftir að lóðirnar verði færðar yfir á Landsbyggðareign ehf, kt. 610423-1160.

Sveitarstjórn samþykkir að lóðir nr. 17 og 19 við Lækjarvelli færist á Landsbyggðareign ehf.

Sveitarstjórn samþykkir að lóðir nr. 17 og 19 við Lækjarvelli verði lagðar saman undir raðhús með allt að 6 íbúðum, sem er í samræmi við ákvæði deiliskipulags íbúðarbyggðar á Grenivík, dags. 13. september 2021.

b. Nýting lóða við Lækjarvelli 13 og 15.

Sveitarstjórn samþykkir að lóðir nr. 13 og 15 við Lækjarvelli verði lagðar saman undir raðhús með allt að 5 íbúðum, sem er í samræmi við ákvæði deiliskipulags íbúðarbyggðar á Grenivík, dags. 13. september 2021.

c. Nýting lóða við Lækjarvelli 16 og 18.

Sveitarstjórn samþykkir að lóðir nr. 16 og 18 við Lækjarvelli verði lagðar saman undir raðhús með allt að 4 íbúðum, sem er í samræmi við ákvæði deiliskipulags íbúðarbyggðar á Grenivík, dags. 13. september 2021.

d. Nýting lóða við Lækjarvelli 20 og 22.

Sveitarstjórn samþykkir að lóðir nr. 20 og 22 við Lækjarvelli verði lagðar saman undir raðhús með allt að 4 íbúðum, sem er í samræmi við ákvæði deiliskipulags íbúðarbyggðar á Grenivík, dags. 13. september 2021.

e. Breyting aðalskipulags.

Aðalskipulag Grýtubakkahrepps 2010-2022 - verslunar- og þjónustusvæði við Akurbakkaveg.

Fyrir fundinum liggur tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grýtubakkahrepps 2010-2022 þar sem gerð er grein fyrir nýjum verslunar-og þjónustusvæðum við Akurbakkaveg. Í breytingunni felst að athafnasvæði 126A er breytt í verslunar- og þjónustusvæði 126VÞ, afmarkað er nýtt verslunar- og þjónustusvæði 118VÞ norðan Akurbakkavegar auk þess sem mörk hafnarsvæðis 120H og gatna flytjast lítillega. Breytingin er til komin vegna áforma um ferðaþjónustu á svæðinu.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa skipulagstillögunni í kynningarferli skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  1. Erindi frá Eyjafjarðarsveit vegna Norðurorku, til bæjarfulltrúa á Akureyri.

Erindi lagt fram.

  1. Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, boð á aðalfund, haldinn 6. okt. 2023.

Erindi lagt fram.

  1. Frá lögreglustjóra Nl.eystra, breytt fyrirkomulag forvarna vegna niðurskurðar, dags. 31. ágúst 2023.

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps mótmælir niðurskurði á svo mikilvægri þjónustu sem löggæslumál og forvarnir eru.

  1. Erindi frá Stígamótum, dags. 30. ágúst 2023.

Erindinu hafnað, sveitarstjórn styrkir hliðstæða starfsemi á Norðurlandi.

  1. Breytingar á póstþjónustu.

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps ítrekar vonbrigði sín með allan feril málsins og þann seinagang og áhugaleysi ráðandi aðila sem einkenndi málið.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:34.

 

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson