Sveitarstjórnarfundur nr. 482

26.06.2023 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 482

Mánudaginn 26. júní 2023, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson, Inga María Sigurbjörnsdóttir og Sigrún Björnsdóttir sem var mætt í fjarveru Þorgeirs R. Finnssonar. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 16:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 9. og 15. júní 2023.

Fundargerðir lagðar fram.

  1. Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 7. júní 2023.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar, dags. 12. júní 2023.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð 56. afgreiðslufundar SBE, dags. 5. júní 2023.

Fundargerð lögð fram.

  1. Ársskýrsla Grenivíkurskóla 2022-2023.

Ársskýrslan lögð fram, ítarleg og ber vitni um faglegt og öflugt starf.

  1. Samningur við HA og HÍ, fagháskólanám í leikskólafræði.

Lagður fram samningur um stuðning við fagháskólanám í leikskólafræði sem stendur ófaglærðum starfsmönnum leikskóla til boða. Samningurinn lýtur að aðstöðu starfsmanna til náms næstu tvö skólaár, að hluta á vinnutíma, en á ekki að leiða til beinna útgjalda af hálfu sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn staðfestir samninginn fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

  1. Erindi frá íbúum við utanverða Ægissíðu, v. hraðaksturs.

Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur íbúa af hraðakstri á Grenivík og hvetur alla til að virða hraðatakmörk. Jafnframt verði skoðað með aðrar aðgerðir, s.s. uppsetningu hraðahindrana.

  1. Erindi frá SSNE, viljayfirlýsing vegna líforkuvers, stofnun þróunarfélags, dags. 12. júní 2023.

Lögð er fram viljayfirlýsing umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis, SSNE og sveitarfélaga. Sveitarstjórn samþykkir að standa að málinu áfram með sveitarfélögum á SSNE svæðinu og mögulega víðar, svo sem fram kemur í viljayfirlýsingunni, að því gefnu að þátttaka sveitarfélaganna á svæðinu sé almenn.

  1. Fjárfestingaáætlun, lenging Lækjarvalla, skólalóð og fl.

Farið yfir samþykkta fjárfestingaáætlun ársins. Lagðar eru til eftirfarandi breytingar á áætluninni:

Lækkun: Framkvæmdum við vatnsveitu frestað kr. -5.000.000,-

Tækjakaupum í líkamsræktina frestað kr. -1.000.000,-

Þak og þakskegg, skóli/íþróttahús, frestað kr. -2.000.000,-

Samtals lækkun kr. -8.000.000,-

Hækkun: Gatnagerð kr. +5.000.000,- verður kr. 15.000.000,-

Skólalóð kr. +3.000.000,- verður kr. 18.000.000,-

Samtals hækkun kr. 8.000.000,-

Heildarfjárfesting breytist því ekki né áætluð lántaka.

Sveitarstjórn samþykkir breytinguna.

 

Niðurstöður úr verðkönnun meðal verktaka um lengingu Lækjarvalla liggur nú fyrir og bárust þrjú tilboð í verkið, svohljóðandi:

G V Gröfur ehf. kr. 17.340.000 eða 93% af kostnaðaráætlun.

Steypustöðin Dalvík ehf. kr. 14.770.000 eða 79% af kostnaðaráætlun.

Finnur ehf kr. 25.045.000 eða 134% af kostnaðaráætlun.

Kostnaðaráætlun verkkaupa kr 18.740.000 = 100%.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá verksamningi á grundvelli tilboðs lægstbjóðanda í verkið, en verkinu skal lokið 15. október nk.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:47.

Fundargerð ritaði Þröstur Friðfinnsson.