Sveitarstjórnarfundur nr. 360

31.10.2017 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 360

Þriðjudaginn 31. október 2017, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Allir aðalfulltrúar mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Erindi frá flugklasanum Air 66N, bréf dags. 25. okt. 2017.

Samþykkt að styrkja verkefnið áfram 2018 og 2019 um 300 kr/íbúa hvort ár.  Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.         

2.  Erindi frá Stígamótum, dags. 15. okt. 2017.

Erindinu hafnað, en Grýtubakkahreppur styrkir ,,Aflið” á Norðurlandi.

3.  Fjárhagsáætlun 2018 – 2021, fyrri umræða, framhald.

Rætt um fjárfestingar næstu fjögurra ára.  Umsjónarmaður fasteigna mætti á fundinn og fór yfir óskir um framkvæmdir næstu ára.  Fyrri umræðu lokið.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20:10

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.