Sveitarstjórnarfundur nr. 324

08.02.2016 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 324

Mánudaginn 8. febrúar 2016, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Aðalfulltrúar voru mættir nema Margrét Melsteð sem var í fríi, 1. varamaður Þórarinn Ingi Pétursson mætti í hennar stað.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð stjórnarfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 15. jan. 2016.

Lögð fram.

2.  Fundargerð stjórnar Eyþings, dags. 13 jan. 2016.

Lögð fram.

3.  Fundargerðir heilbrigðisnefndar Nl. eystra. dags. 15. des. 2015 og 13. jan. 2016.

Lagðar fram.

4.  Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, boð á málþing um jafnrétti í sveitarfélögum 31. mars 2016, og námskeið daginn eftir.

Lagt fram.

5.  Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, boð á fund um samráð um opinber fjármál 18. febrúar 2016.

Lagt fram.

6.  Fundarboð á aðalfund Landssamtaka landeigenda 18. febrúar 2016.

Lagt fram.

7.  Erindi frá umboðsmanni barna, varðandi niðurskurð hjá sveitarfélögum, dags. 4. febrúar 2016.

Lagt fram.

8.  Erindi frá Auði Öddu Halldórsdóttur, varðandi hnignandi þjónustu heilsugæslu, dags. 20. jan. 2016.

Sveitarstjórn tekur erindið til athugunar og oddvita falið að vinna málið áfram.

9.  Erindi frá Tækifæri og KEA, tilboð í hlutabréf í Tækifæri, dags. 2. feb. 2016.

Sveitarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti að hlutabréfum í Tækifæri.  Sveitarstjórn tekur tilboði KEA í bréf Grýtubakkahrepps í Tækifæri og sveitarstjóra falið að ganga frá sölunni.

10.  Lóð að Höfðagötu 2, staðfesting uppdráttar og lóðarleigusamnings.

Sveitarstjórn staðfestir uppdráttinn og lóðarleigusamninginn.

11.  Umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2. feb. 2016.

Sveitarstjóri kynnti umsóknir sem sendar voru í framkvæmdasjóðinn.  Sótt var um fyrir eftirtalin verkefni:

  1. Til að bæta aðstöðu kringum Útgerðarminjasafnið og minnisvarða um Látra-Björgu
  2. Til skipulags- og hönnunarvinnu á áningarstað uppi á Skælu
  3. Til skipulags- og hönnunarvinnu við fuglaskoðunarsvæði vestan Bárðartjarnar
  4. Til skipulags- og hönnunarvinnu við fuglaskoðunarsvæði á Laufáshólmum. 

12.  Málefni Póstþjónustu á Íslandi.

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps mótmælir þeirri mismunun sem felst í þjónustuskerðingu Íslandspósts í fámennari byggðum landsins.  Jafnframt er varað við hugmyndum um afnám einkaréttar án þess að þjónustuviðmið séu sett og landsmönnum öllum tryggð póstþjónusta.  Póstþjónusta er hluti af grunnþjónustu í hverju samfélagi og á ekki að ráðast af arðsemissjónarmiðum einum saman.

13.  Málefni Hjúkrunarheimila.

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps hvetur stjórnvöld til að bregðast nú þegar við miklum rekstrarvanda hjúkrunarheimila, tryggja fullnægjandi fjármögnun og ljúka gerð þjónustusamninga við heimilin á réttum forsendum.  Það er algerlega ólíðandi að taprekstur hjúkrunarheimila af völdum vanfjármögnunar ríkisins geti leitt til niðurskurðar á lögboðinni þjónustu sveitarfélaga.  Það er skýrt í lögum að ríkinu ber að fjármagna þennan málaflokk og mun sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fylgjast vel með málarekstri Garðabæjar á hendur ríkinu.  Þá bendir sveitarstjórnin á að það hlýtur að vera hagkvæmara að nýta þau hjúkrunarrými sem þegar eru til staðar áður en ráðist er í byggingu nýrra, enda ófært að láta hjúkrunarrými standa auð meðan þörfin er æpandi.  Kerfið er nú komið fram yfir þolmörk og frekari bið er ekki valkostur.

14.  Frístundastyrkir.

Sveitarstjóra falið að útbúa reglur varðandi frístundastyrki handa ungmennum í svetiarfélaginu.


Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19.19.

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.