Sveitarstjórn

09.02.2004 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 65

Mánudaginn 9. febrúar 2004 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.  Jóhann Ingólfsson kom á fundinn eftir að umræðu um 12. lið var lokið.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Þriggja ára áætlun Grýtubakkahrepps, seinni umræða.
Þús kr.                     2004,  2005,    2006,    2007
Rekstrarniðirst.         4.608   3.785   2.785    2.585
Fjárfesting              31.137  34.990  13.990  14.990
Handbært fé í árslok 3.052  1.247      3.742     237
Þriggja ára áætlun samþykkt.

2. Ályktun frá Sunn "Samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi" 
Ályktunin fjallar um verndun Fnjóskár og útivist og byggð í Fnjóskadal.  Lagt fram.

3. Bréf frá Ungmennafélagi Íslands dags. 12. janúar 2004. 
Í bréfinu eru tvær ályktanir frá 43. sambandsþingi Ungmennafélags Íslands.  Lagt fram.

4. Fundargerð skólanefndar Grenivíkurskóla dags. 21.01.2004. 
Fundargerðin samþykkt.  Sveitarstjórn beinir þó þeim tilmælum til skólanefndar að hún leiti leiða til að manna allar stöður án þess að til komi yfirvinna.

5. Málefni varðandi Grenivíkurskóla.
a. Tillaga frá skólastjóra um breytingar á starfssviði skólastjóra og húsvarðar Grenivíkurskóla.  Tillagan felst í því að skólastjóri verði alfarið yfirmaður húsvarðar.  Rætt ítarlega og samþykkt að fela sveitarstjóra að útfæra frekari tillögur.

b. Starf húsvarðar.  Rætt um útfærslu á starfi húsvarðar.  Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera tillögu að útfærslu á starfi húsvarðar.

6. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 22. janúar sl.
Í lið 1 er Guðbergur Egill Eyjólfsson, Hléskógum að sækja um leyfi fyrir breytingu á hlöðu og fjósi í lausagöngufjós.  Fundargerðin lögð fram og afgreiðsla byggingarnefndar varðandi lið 1 staðfest.

7. Fundargerð byggingarnefndar Grenivíkurskóla frá 20. janúar sl.  Fundargerðin samþykkt.

8. Bréf frá Guðbergi Agli Eyjólfssyni og Birnu Kristínu Friðriksdóttur dags. 08.01.2004. 
Þau óska eftir að selja íbúðarhúsið í Kolgerði ásamt lóð umhverfis húsið.  Íbúðarhúsið og lóðin munu áfram heita Kolgerði, en einnig óska þau eftir að leggja annað land Kolgerðis undir Hléskóga.  Erindið samþykkt.

9. Bréf frá Fjörðungum dags. 30.01.2004. 
Þeir eru að fara fram á að segja sig frá leigusamningi um rjúpnaveiði í landi Hvamms og Árbæjar frá og með 1. okt. sl. þar sem rjúpnaveiði hefur verið bönnuð.  Erindið samþykkt.  Guðný vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

10. Bréf frá menntamálaráðuneytinu dags. 22. janúar 2004. 
Minnt er á að árið 2004 skuli vera "Evrópuár menntunar með iðkun íþrótta" slagorð verkefnisins er " Hreyfing eflir hugann".  Lagt fram.

11. Bréf frá Hafsteini Sigfússyni dags. 29.01.2004. 
Hafsteinn fer fram á að brunahani við skólann verði færður á snjóléttari stað og að vatnsveitukranar í götum verði lagaðir strax.  Sveitarstjóri skýrði frá því að verið sé að leita lausna varðandi lagfæringar á vatnsveitukrana.  Varðandi brunahana, þá verður kannað að koma fyrir nýjum brunahana í tengslum við byggingarframkvæmdir á tengibyggingu við íþróttahús.

12. Fundargerðir frá héraðsnefnd Eyjafjarðar.
a. Fundargerð héraðsnefndar Eyjafjarðar frá 26. nóvember 2003.
b. Fundargerð héraðsráðs Eyjafjarðar frá 21. janúar 2004.
c. Fundargerð stjórnar Minjasafnsins frá 17. desember 2003.
d. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar frá 17. desember 2003.
Fundargerðirnar lagðar fram.

13. Gjaldskrár Grýtubakkahrepps. 
Samþykkt ný gjaldskrá sem tekur gildi 1. mars n.k.  Gjaldskráin verður aðgengileg á heimasíðu Grýtubakkahrepps.

14. Önnur mál.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:30.