Fræðslu- og æskulýðsnefnd

05.10.2011 00:00

Fundur Fræðslu- og æskulýðsnefndar 5. október 2011.
Mættir eru nefndarmennirnir Fjóla Stefánsdóttir, Margrét Ösp Stefánsdóttir, Sigurbjörn Þór Jakobsson. Fjarverandi voru Sigurlaug Sigurðardóttir og Gísli Gunnar Oddgeirsson. Juliane Kauertz fundinn í þeirra stað. Einnig sitja fundinn Ásta F. Flosadóttir skólastjóri, Hólmfríður Hermannsdóttir leikskólastjóri, Stefán Haukur Gunnarsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna og Inga María Sigurbjörnsdóttir fulltrúi leikskólabarna og kennara. Einnig situr Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn er haldinn í Grenivíkurskóla kl. 17:15 og eru gjörðir fundarins eftirfarandi:

1. Leikskólahluti.
Starfið. Meðaldur barnanna á leikskólanum lágur, undir 3 ára. Stöðugildin eru rétt undir viðmiðum. Starfsdagur verður 10. október, fá tækifæri gefast fyrir starfsmenn til að funda allir saman. Nauðsynlegt væri að hafa fundartíma einu sinni í viku eða aðra hverja viku en til þess þyrfti afleysingu.
Tillaga um að skóladagatal og ársskýrsla leikskólans verði lögð fyrir fræðslu- og æskulýðsnefnd.
Námskrá leikskólans er til en það á eftir að aðlaga hana að skólastefnunni.
Mikið plássleysi er á leikskólanum. Forstofan er of lítil, ekki pláss fyrir vagna og starfsmannaaðstaða engin. Verið er að skoða með starfsmönnum leikskólans hvernig best er að leysa þessi mál en það þyrfti að gerast sem allra fyrst. Talað var um að fá fagaðila til að koma með hugmyndir.
Farið yfir atriði af gátlista frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um ábyrgð skólanefnda í málum leikskóla. Gátlistinn er útprentaður í vörslu Margrétar Aspar.  Fræðslu-og æskulýðsnefnd beinir því til sveitarstjórnar að útbúa þurfi leiðbeiningar fyrir starfsfólk leikskóla með reglum um öryggi barna og slysavarnir í leikskólum. Haldið verður áfram með yfirferð gátlistans á næsta fundi.

2. Skólastefna Grýtubakkahrepps.
Útbúa á veggspjald með skólastefnu Grýtubakkahrepps og hún verður kynnt á afmæli skólans þann 13. október.  

3.  Grunnskólahluti.
Skólaskýrsla og sjálfsmat Grenivíkurskóla kynnt. Skólanámskrá og starfsáætlun 2011 – 2012 einnig kynnt. Skólanámskráin verður send útprentuð heim til allra grunnskólabarnanna, það lesa hana fáir á heimasíðunni.
Excelskjal um stundafjölda í Grenivíkurskóla 2011 - 2012 lagt fyrir og plagg um hópaskiptingu. Skólastjóri ræddi sérstaklega stuðningstímana. Fyrirkomulag stuðningskennslu: 31 kennslustund á viku, sveigjanlegt fyrirkomulag, þ.e. stundum er stuðningskennari í kennslustund og stundum fer nemandi úr kennslustund með stuðningskennara.
Starfsmannamál skólans rædd.
Hafið er þróunarverkefni í byrjendalæsi, 2 kennarar á yngsta stigi og fagstjóri stuðningskennslu taka þátt í því.
Fræðslu- og æskulýðsnefnd er boðið í afmælisveislu skólans þann 13. október.
Farið yfir gátlista frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um ábyrgð skólanefnda í málum grunnskóla.  Ekki eru til skráðir verkferlar um samstarf skólans við leikskólann. Fræðslu- og æskulýðsnefnd beinir því til skólastjóra að útbúa verkferla.  Haldið verður áfram með yfirferð gátlistans á næsta fundi.

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:25.
Fundargerð ritaði Inga María Sigurbjörnsdóttir.