Fundargerð nr. 18

23.10.2013 00:00

18. fundur atvinnu- og þróunarnefndar Grýtubakkahrepps, haldinn 23. október 2013.

Mættir: Oddný, Jóhann, Bára, Benedikt, Guðni og sveitarstjóri.

1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

2. Verkefni liðins sumars rædd.          

Sveitastjóri sagði frá velheppnuðum opnum degi í sveitarfélaginu sem haldinn var 14. júní 2013.         
Búið er að útbúa myndaspjöld af fuglum og koma þeim upp víða hér á svæðinu.
Það látið nægja í bili varðandi þetta verkefni.       

Skilti til upplýsinga um fjallgöngur. Búið er að setja upp slík skilti á fjórum stöðum, við Kaldbak, Þengilhöfða, Blámannshatt og Laufáshnjúks.         Styrktarsjóður Brunabótafélags Íslands veitti styrk til þessa verkefnis að upphæð 200.000.- kr.
Ákveðið er að halda áfram með þetta verkefni og sækja um styrk frá Ferðamálastofu. Einnig ákveðið að fá Hermann Gunnar Jónsson á fund til að ræða verkefnið enn frekar.

3. Byggðarstefna ríkisstjórnarinnar. Rætt um hvort einhver möguleg verkefni séu fyrir hendi sem gætu hentað okkar sveitarfélagi á vegum ríkisins. Sveitarstjóri fer á fund með þingmönnum kjördæmisins og ætlar þar að ræða þessi mál við þá.

4. Næstu verkefni. Sveitarstjóri ræddi um hin ýmsu verkefni sem hafa verið og eru í framkvæmd hér í sveitarfélaginu og lagði fram þá spurningu hvað nefndarmönnum fyndist um þau verkefni – hvað þætti gott og hvað ekki. Teikningar skoðaðar af nýju fjárfestingunni, þ.e. húsnæði Jónsabúðar, og þær ræddar í tengslum við ýmislegt svo sem ferðamál. Einnig var rætt um húsnæðið Hamraborg og hvað þurfi að gera til að það geti nýst sem best.

Næsti fundur verður haldinn miðvikudaginn 27. nóvember.
Fundi slitið kl. 18:30.