Landbúnaðarnefnd 7. nóvember 2016

07.11.2016 00:00

Fundur var haldinn í Landbúnaðarnefnd 7. nóvember 2016, fundarstaður var á heimili Ástu í Höfða. Mættir á fundinn voru Ásta F. Flosadóttir, Guðjón Þórsteinsson og Margrét Melstað sem ritaði fundinn.

  1. 1.       Uppgjör á réttarsmíði

Farið var yfir kostnaðaráætlun, ekki komnar endanlegar tölur í öllum liðum en ætti að fara að detta í hús, lítur bara vel út. Fyrsti dagur í réttarsmíði var 12. júlí og seinasti var 5. september. Mjög margir lögðu fram hjálparhönd við smíðina og gekk verkið hratt og vel fyrir sig, þegar mest lét voru um 26 manns samankomnir við ýmis verk. Réttað var í fyrsta skipti í nýrri og glæsilegri Gljúfurárrétt sunnudaginn 11.september, kl. 9.   

 

  1. 2.       Gamla réttin

Taka þarf ákvörðun um örlög gömlu réttarinnar. Nefndin hefur áhuga á að funda með hagsmunaaðilum og landeigenda um málið.  

 

  1. 3.       Smalamennska haustsins

Smölun hefur gengið þónokkuð vel í Fjörðum en eitthvað er nú samt eftir, sést hefur til einhverra kinda. Smölun á ströndinni gekk mjög vel í haust.

 

 

Ekkert fleira tekið fyrir og fundi slitið.