Landbúnaðarnefnd

27.01.2016 00:00

Fundur var haldinn í Landbúnaðarnefnd 27.janúar 2016, í Höfða 1. Mættir á fundinn voru Ásta F. Flosadóttir, Guðjón Þórsteinsson og Margrét Melstað sem ritaði fundinn.

  1. Landbótaáætlun fyrir afréttina

Farið var yfir athugasemdir frá Landgræðslu ríkisins vegna landbótaáætlunar og áætlunin lagfærð miðað við athugasemdir og send til Landgræðslunnar til yfirlestrar.

  1. Fjárrétt

Ný fjárrétt er komin á áætlun, farið yfir mögulega staðsetningu á réttinni og á safnhólfi tengt henni. Vonast er til að hægt verði að setja hana upp norðan við Gljúfurá á eyrunum þar, þar ætti að vera nóg pláss svo þrengsli verði úr sögunni og nálægð við þjóðveginn minni. Næsta mál er að hefja umræður við landeigendur um þessa staðsetningu. Búgarður mun teikna upp nákvæma staðsetningu og útbúa þarf „Samningur um stöðuleyfi fyrir fjárrétt“. Unnið verður í því að klára það á næstu vikum.

  1. Önnur mál

Tillaga að girðingarstæði ofan við veg frá hreppamörkum við Víkurskarð og út að Fnjóskábrú. Teiknuðum fyrirhugað girðingarstæði inn á loftmynd, sem verður síðan send til Vegagerðarinnar.

 

Ekkert fleira tekið fyrir og fundi slitið.